19.11.2007 | 12:34
ég fékk mail frá skapari.com
Ég fékk mail frá skaparanum á laugardaginn
þar sem hann bauð mig velkomna á listann sinn sem óvinur
íslands
Hann spurði mig hvort ég væri búsett hér á landi og ég er
búin að senda honum mail til baka og vill ég byðja ykkur
kæru blogg vinir og aðrir sem skoða mitt blogg að
fylgjast með því þegar ég fer inn á listann
kær kveðja Guðrún.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
17.11.2007 | 15:32
BOÐORÐIN 10 FYRIR SANNAR VINKONUR.
1. Þú skalt ekki hafa aðrar vinkonur heldur en þessa.
2. Þú skalt leggja nafn vinkonu þinnar við hégóma.
3. Halda skaltu þynnku daginn í skömm.
4. Niðra skaltu móður og föður vinkonu þinnar.
5. Þú skalt drepa mannorð vinkonu þinnar.
6. Þú skalt drýgja hór með kærasta vinkonu þinnar.
7. Þú skalt stela af þínum vinkonum.
8. Þú skalt ljúga að vinkonu þinni.
9. Þú skalt girnast eigur vinkonu þinnar.
10. Þú skalt girnast kærasta vinkonu þinnar.
Hversu mörgum af þessum boðorðum hefur þú farið eftir?
Ert þú sönn vinkona?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.11.2007 | 00:13
HÓ HÓ HÓ
Jólasveinninn má ekki segja hó hó hó.
Jólasveinum í Sydney í Ástralíu hafa verið gefin þau fyrirmæli að forðast hina hefðbundnu jólasveinakveðju, hó hó hó! þar sem hún geti verið móðgandi fyrir konur. Í staðinn er sveinunum ráðlagt að heilsa með glaðværu ha ha ha!
Einn svekktur sveinn tjáði ástralska blaðinu Daily Telegraph að ráðningarskrifstofa hefði beðið sig að segja ekki hó hó hó! þar sem það gæti gert börnin hrædd og minnti of mikið á bandaríska slanguryrðið ho, sem notað er yfir vændiskonu.
Talsmaður umræddrar ráðningarskrifstofu, sem er bandarísk, sagði það misskilning að sveinunum væri beinlínis bannað að segja hó hó hó! heldur væri tilmælum beint til þeirra, en það væri undir hverjum og einum jólasveini komið hvað hann gerði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)