13.5.2008 | 19:40
maður má ekkert fara án þess að missa af öllu fjörinu á klakanum.
Jæja þar sem ég er búin að vera að ferðast um Tyrkland núna í dálítinn tíma að þá hef ég misst af aðal fjörinu á íslandi og brá mér dálítið að sjá upptökur frá mótmælunum á rauðavatni í stuttu máli það sem hefur staðið upp úr
1. Viðar Helgi og faðir hans voru handteknir og öskraði viðar yngri að frétta mönnum þeir eru að berja íslending
2. Fréttakona frá stöð 2 "sagði í gríni" hvort að það væri ekki hægt að fá mótmælendur til þess að grýta eggjum í lögregluna
3. Vörubílstjóri ræðst á lögreglumann og nefbrýtur hann
4. Nýnasistar voru á vappinu í smáralindinni og enduðu í mótmælunum á rauðavatni
5. Núna virðast vera deilur um komu flóttamannanna hingað til lands og hafa þær hæðstu raddir gegn því komið frá frjálslyndum
6. Og það nýjasta að þá virðist sem það hafi verið kastað eggjum í hús formanns ungra frjálslyndra og er augljóst reynt að koma sök á félag anti rasista og með einhvern dreifi miða án þess svo að það sé sönnun fyrir þessum stóru orðum þeirra á hendur félag anti rasista
7. Annars mikið rosalega er gott að vera komin heim
Athugasemdir
Þessir svokölluðu Nýnasistar voru nemar úr Iðnskólanum í Hafnarfirði. Meðal þeirra var dökkur strákur. Ekki sérlega Nazískt, ef þú spyrð mig.
Og ef þér finnst Viðar Helgi nógu merkilegur (og ég er ekki að segja að hann sé ómerkilegur) til þess að hafa hann fyrst og síðast í þessari upptalningu þinni... þá get ég kynnt ykkur ef þú vilt.
Annars ertu merkilega vel á varðbergi miðað við manneskju sem var í öðru landi.
Nei bíddu.
Hvað varð um upplýsingaflæði internetsins? Misstiru af öllu sem var í gangi á meðan þú varst erlendis?
Og ef þessi listi þinn er það sem vænta skal frá þér í málefnalegri umræðu sé ég að það er alveg fatalt að reyn eitthvað slíkt.
Alltaf í boltanum?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 20:46
Já væriru til í að vera svo vænn að kynna okkur
Já ég var að taka eftir því að hann er fyrstur og síðastur á listanum mínum þannig að þetta eru kannski merki um örlög
Þrátt fyrir asð maður skreppi aðeins út fyrir klakann þá er maður alltaf með annað augað opið fyrir málefnum líðandi stundar
Já ég var nú alltaf í boltanum hérna áður fyrr og æfði með Breiðablik en hvað með þig? ert þú alltaf í boltanum?
Guðrún Lilja, 13.5.2008 kl. 20:59
Nei, ég var í Skólahljómsveitinni þegar þú varst að æfa fótbolta og frjálsar með öðrum góðum Kópavogsbúum.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 22:07
já ég var nú líka að æfa frjálsar í kópavoginum
Guðrún Lilja, 13.5.2008 kl. 22:10
Ég sagði aldrei annað.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.5.2008 kl. 22:52
Bíddu veistu hver ég er?
Guðrún Lilja, 13.5.2008 kl. 23:13
Það sagði ég aldrei, en ég gat mér þessa til.
Eins og segir á snauðri Engilsaxnesku; 'I have the incredible power of deduction...'
Einhversstaðar byrjaðir þú að æfa frjálsar og þar sem þú sagðist hafa æft bolta með Blikum gat ég mér þess til að þú sért græna lits megin í Kópavoginum og hefðir því aldrei æft með HK eða ÍK þegar það félag var og hét. Ég vissi þetta um frjálsar þar sem þú hefur afrekaskrá þína hér á síðunni.
Verð að spyrja, hví ert þú með hakakross Þriðja Ríkisins hér við hlið í dálki 'nýjustu mynda', þú veist að þeir geta bannað þessar myndir, þó að þú talir um NSDAP og afleiður þeirra í neikvæðu samhengi?
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 14.5.2008 kl. 01:38
Bendi fólki á að skrifa sig á þennan lista til að ákæra Magnús Þór.
http://www.petitiononline.com/magthor/petition.htmlSveinn Helgason (IP-tala skráð) 21.5.2008 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.