HÓ HÓ HÓ

Jólasveinninn má ekki segja „hó hó hó.

Jólasveinum í Sydney í Ástralíu hafa verið gefin þau fyrirmæli að forðast hina hefðbundnu jólasveinakveðju, „hó hó hó!“ þar sem hún geti verið móðgandi fyrir konur. Í staðinn er sveinunum ráðlagt að heilsa með glaðværu „ha ha ha!“

Einn svekktur sveinn tjáði ástralska blaðinu Daily Telegraph að ráðningarskrifstofa hefði beðið sig að segja ekki „hó hó hó!“ þar sem það gæti gert börnin hrædd og minnti of mikið á bandaríska slanguryrðið „ho,“ sem notað er yfir vændiskonu.

Talsmaður umræddrar ráðningarskrifstofu, sem er bandarísk, sagði það misskilning að sveinunum væri beinlínis bannað að segja „hó hó hó!“ heldur væri tilmælum beint til þeirra, en það væri undir hverjum og einum jólasveini komið hvað hann gerði.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

en afhverju var það niðurlægjandi ? skil það ekki

Brynjar Jóhannsson, 16.11.2007 kl. 00:17

2 Smámynd: Guðrún Lilja

nei ég skil það bara ekki heldur

Guðrún Lilja, 16.11.2007 kl. 01:19

3 Smámynd: Guðrún Lilja

LOL bryndis

Guðrún Lilja, 16.11.2007 kl. 01:23

4 Smámynd: Guðrún Lilja

Guðmundur ertu að beina þessu að mér eða?

Guðrún Lilja, 18.11.2007 kl. 17:35

5 Smámynd: Guðrún Lilja

takk fyrir það Guðmundur

Guðrún Lilja, 19.11.2007 kl. 12:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband